• Íslenska

Gufunes teikningSkipulags- og þróunarvinna stendur yfir vegna 1.000 íbúða framtíðaruppbyggingar í Gufunesi. Fyrri áfangi verkefnisins, skipulagning 350 íbúða blandaðrar byggðar á norðurhluta svæðisins, er kominn í skipulagsferli á meðan seinni hlutinn, þar sem gert er ráð fyrir 650 íbúða blandaðri byggð, er enn á þróunarstigi.

Skipulagsvinnan tekur mið af niðurstöðum nýlegrar hugmyndasamkeppni um framtíðar-skipulag svæðisins þar sem m.a. var gert ráð fyrir blandaðri byggð og smærri atvinnurekstri, ásamt sjálfbærum samgöngum, þ.á m. ferjusiglingum til og frá miðborginni.