Mikil tækifæri eru til þróunar og þéttingar byggðar í Skeifunni. Nú er unnið að tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið fyrir þétta og blandaða byggð með 750 íbúðum og skrif-stofum á efri hæðum og verslunar- og þjónusturýmum á jarðhæðum í samræmi við markmið Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.

Stefnt er að því að útfæra byggingar, götur og opin svæði á heildrænan hátt. Áhersla er á að þétta byggðina með hækkun húsa í 4-6 hæðir og að nýta betur núverandi bílastæði undir byggð. Skeifan verður áfram þróttmikið verslunar- og þjónustusvæði.