Zeppelin arkitektar – STÍLLINN ER AÐ TAKA MIÐ AF AÐSTÆÐUM

Orri Árnason lærði arkitektúr í Madrid og árið 1997 að loknu námi stofnaði hann arkitektastofuna Zeppelin arkitektar. Árið 2007 voru starfsmenn orðnir 14 en í hruninu var öllum sagt upp. Nú starfa sex manns hjá Zeppelin arkitektum, arkitektar og byggingarfræðingar. „Mér finnst vera meiri prófessjónalismi í byggingabransanum heldur en var fyrir hrun. Menn hafa greinilega lært eitt og annað af því. Við hjá Zeppelin arkitektum erum til að mynda mun skipulagðari og erum með betri tæki og betri teikniforrit. Við teiknum allt í þrívídd og þannig verða afköst og gæði meiri en áður.“ Orri segir að þegar kemur að hönnun reyni hann að leysa hvert verkefni í takti við umhverfi sitt. „Ég reyni líka að lesa kúnnann. Það skiptir höfuðmáli að það sé gott samband á milli arkitektsins og kúnnans, því þetta verður að vera skemmtilegt, annars verður útkoman aldrei eins góð og hún annars gæti orðið.“

Teikning af um 25.000 manna þjóðarleikvangi í Vatnsmýrinni

Verkefni stofunnar hafa verið af ýmsum toga og má nefna skóla, verksmiðju, skrifstofubyggingar, fjölbýlishús, einbýlishús og parhús, veitingastaði og sumarbústaði. Þá má nefna tillögu af um 25.000 manna þjóðarleikvangi sem unnin var að beiðni eins öflugasta fasteignafélags landins en ekkert varð úr byggingu hans vegna áhugaleysis KSÍ og Reykjavíkurborgar. Í hönnuninni voru jöklar og eldfjöll, heitar lindir og grasbalar höfð til hliðsjónar.

Orri segir að Sjálandsskóli í Garðabæ sé þekktasta verkefni stofunnar

SJÁLANDSSKÓLI

Orri segir að Sjálandsskóli í Garðabæ sé þekktasta verkefni stofunnar. „Það var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt ferli. Garðabær stóð mjög myndarlega að því og lagði mikla áherslu á undirbúning verkefnisins. Mér var bannað að stinga niður penna þar til ákveðnu undirbúningsferli væri lokið og var það gert til að hreinsa huga allra þeirra sem að hönnun og ákvarðanatöku komu af gömlum kreddum. Við fórum í skoðunarferðir m.a. til Danmerkur og haldnir voru fyrirlestrar þar sem fræðimenn á skólasviði sögðu frá nýjustu hugmyndum. Á þessa fundi mættu margir bæjarfulltrúar, áhugasamir foreldrar og annað áhugafólk um skólamál. Það var mikil vinna lögð í þetta og sjálfsagt peningar líka. Á þessum fundum gafst fundarmönnum tækifæri til að skissa upp hugmyndir af nýja skólanum. Að undirbúningstímanum loknum mátti ég loksins byrja að teikna. Þá var búið að umturna öllum mínum hugmyndum um það hvernig skóli ætti að vera. Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími þar sem ég lærði aðferðafræði sem hefur nýst mér í meira eða minna mæli allar götur síðan. Það er svo oft sem við viljum ekki gefa okkur þennan tíma til að undirbúa hlutina en þarna sá ég hvað það skiptir miklu máli.“

 

Nýtt hótel á Efri-Reykjum í Biskupstungum. „Svæðið er á Gullna hringnum, við Brúará sem er ein af fallegustu bergvatnsám landsins.
Zeppelin arkitektar að frumhanna 60-80 herbergja hótel við Lárós, á jörðinni Skerðingsstöðum við Grundarfjörð. „Þetta er einstaklega fallegur staður, lítil eyri sem gengur út í manngert lón, fjöll allt um kring og Kirkjufell í forsæti.

TVÖ HÓTEL Á TEIKNIBORÐINU

Zeppelin arkitektar eru að vinna að hönnun tveggja lúxushótela. Hið fyrra yrði á Efri-Reykjum í Biskupstungum. „Svæðið er á Gullna hringnum, við Brúará sem er ein af fallegustu bergvatnsám landsins,“ segir Orri. „Þar er meiningin að byggja allt að 200 herbergja hótel og baðlón sem snúa munu út að Brúará til vesturs. Við erum að ljúka skipulagsferlinu, en það hefur tekið rúmt ár.“ Þá eru Hægt er að fara út á vatnið á bátum og dorga.“ Kirkjufellið hafði greinilega sterk áhrif á hönnun hótelsins en form byggingarinnar minnir á fjallið. „Við höfðum ekkert ákveðið í huga, byggingin varð til af sjálfu sér. Staðurinn tók völdin.“

Sumarbústaður við Þingvallavatn
Orri Árnason

MARGT FRAM UNDAN

Fyrir utan að vinna að hönnun hótelanna tveggja hafa Zeppelin arkitektar nýlokið hönnun viðbyggingar og innri breytinga við Grunnskólann í Borgarnesi og verið er að ljúka vinnu við tillögu sem varð hlutskörpust í samkeppni um lóð undir veitingastað í Arnarnesvogi í Garðabæ. „Þá erum við nýbyrjuð að vinna við endurskipulagningu og hönnun vesturhluta Frakkastígsreitsins svokallaða. Og svo eru það auðvitað samkeppnirnar. Við erum til að mynda byrjuð að leggja niður fyrir okkur hugmyndir um stjórnarráðsreitinn sem er óvenju spennandi samkeppni. Og sitthvað erum við að hanna úti á landi. Mér finnst mjög skemmtilegt að vinna að verkefnum úti á landi því þar verða allir svo glaðir og jákvæðir þegar kemur að framkvæmdum.“

Laugardalslaug

 

 

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0