Með kirkjufell í huga

Með kirkjufell í huga

Zppelin arkitektar eru að frumhanna 60-80 herbergja hótel sem stefnt er á að byggja rétt fyrir utan Grundarfjörð, nánar tiltekið á jörðinni Skerðingsstöðum. Málið er í skipulagsferli.

„Hótelið yrði byggt á lítill eyri sem gengur út í Lárós sem er manngert stöðuvatn. Við urðum að staðsetja bygginguna í útjaðri eyrarinnar því að á henni miðri eru gamlar rústir sem ekki má hrófla við. Þetta er einstaklega
fallegur staður og þaðan er mikil fjallasýn og Kirkjufellið í forsæti. Á vetrum leggur vatnið og þá er ýmist hægt að skauta á því eða dorga í gegnum vök. Á sumrin er hægt að synda í vatninu eða fara út á bátum.“
Kirkjufellið hafði greinilega sterk áhrif á hönnun hótelsins en form byggingarinnar minnir á fjallið. „Við höfðum ekkert ákveðið í huga, byggingin varð til af sjálfu sér. Staðurinn tók völdin og þannig verða bestu verkefnin til.“
Orri segir að byggingin myndi að öllum líkindum verða klædd málmi og viði. „Ég sé fyrir mér málm og við – eitthvað sem tengir við skip en það var mikil útgerð frá þessum stað í gamla daga og ég held að um 200 manns hafi búið í kringum vaðalinn á þeim tíma. Svo myndum við gera eitthvað skemmtilegt og fræðandi í tengslum við rústirnar á svæðinu.“

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0