Tré ársins 2011

IMGP3481

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Sigurður Bjarnason, barnabarn eigenda trésins og íbúi í húsinu, Sigrún Guðjónsdóttir, eigandi trésins og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Ljósmyndari Brynjólfur Jónsson.Skógræktarfélag Íslands tilkynnti um val á tré ársins 2011 við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. september. Tré ársins er af tegundinni fjallagullregn (Laburnum alpinum) og gerir sérstaða þess og fegurð það vert útnefningar. Þetta er í fyrsta skipti sem tré á Suðurnesjum verður fyrir valinu en þetta tiltekna tré þykir fyrirtaks dæmi um hvernig trjágróður getur vaxið og dafnað suður með sjó þrátt fyrir erfið skilyrði.

Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, flutti ávarp og veitti Sigrúnu Guðjónsdóttur, eiganda trésins, viðurkenningu. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, flutti einnig ávarp af þessu tilefni.

Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins. Er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land.

Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, í síma:  820-2113.

Ljósmyndari er Sigurður Bjarnason.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0