Vogabyggð er hverfi sunnan Kleppsmýrarvegar og austan Sæbrautar. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir að þarna geti risið allt að 1.300 íbúðir, samtals um 155.000 fermetrar og atvinnuhúsnæði verði um 56.000 fermetrar. Skipulagssvæðið er um 18,6 hektarar. Lóðarhafar á öllu svæðinu eru um 150 og rúmlega 50 leigulóðir á svæðinu.