Samlegð / Synergy @ Vetrarhátíð

Winter Lights Festival

Listasafn Einars Jónssonar / The Einar Jónsson Sculpture Museum

Samlegð er ljós- og hljóðverk sem byggir á samskiptum áhorfenda við gagnaukinn veruleika í höggmyndagarði Einars Jónssonar. Verkið er hugarfóstur listafólksins Katerina Blahutova og Þorsteins Eyfjörð Þórarinssonar, unnið í samstarfi við Vetrarhátíð Reykjavíkur og Listasafn Einars Jónssonar.
Útgangspunktur listafólksins í verkinu Samlegð byggir á tvíhyggju anda og efnis sem þau lesa úr verkum Einars sem og arkítektúr og sögu safnbyggingarinnar. Verk Einars og safnið sjálft er skoðað útfrá samfélagi dagsins í dag með samtali áhorfenda við rými, hljóð og ljós.
Samlegð höfðar til margra skilningarvita í senn, er síbreytilegt og umlykur safnið og höggmyndirnar inni og úti. Ljós, rými og hljóð eru tengd huga og hreyfingum og með gagnvirkum tæknibúnaði verða áhorfendur hreyfiafl efnis og anda við að skapa nýjar, ókannaðar hliðar á Listasafni Einars Jónssonar ásamt listafólkinu.
──────────────────────────────────────────
Opnunartímar verksins Samlegð
4. feb. 20.00-21.00 (athugið að safnið er opið frá 18-20)
5. feb. 18.00-21.00
6. feb. 18.00-21.00
7. feb. 18.00-21.00

Inngangur í Höggmyndagarð frá Njarðgötu.
──────────────────────────────────────────
Aðgengi fyrir hjólastóla við inngang og útgang.
──────────────────────────────────────────
Vegna sóttvarnarráðstafana verða einungis 20 gestir inn í garðinum hverju sinni.
──────────────────────────────────────────
Aðvörun vegna flogaveiki:
Þessi innsetning inniheldur blikkandi ljós sem gæti hugsanlega leitt til flogakasts hjá þeim sem þjást af flogaveiki.
──────────────────────────────────────────
Athugið!
Þessi innsetning hefur tvær gagnvirkar stöðvar sem áhorfendur geta tekið þátt í: Ein notast við hreyfiskynjara og hin við EEG heilabylgjuskanna.Vert er að benda á að EEG höfuðbúnaðurinn nemur einungis rafvirkni heilans en les ekki hugsanir eða tilfinningar.Við mælum þó gegn því að einstaklingar sem glíma við mikil andleg veikindi nýti sér búnaðinn og haldi sér við hreyfiskynjastöðina.
──────────────────────────────────────────
Aðstandendalisti:
Listaverk: Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson, Katerina Blahutova
Hljóð: Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson
Sjónlist: Katerina Blahutova
Viðbótar útsetningar: Guðmundur Ari Arnalds, Ragnar Jónsson
Forritun hljóðkerfis: Guðmundur Ari Arnalds
Selló: Ragnar Jónsson
Raddir: Dorothea Olesen, Snorri Hallgrímsson
Framleiðsla: Dorothea Olesen
Aðstoð: Michael Godden
Gagnvirkni: Katerina Blahutova, Owen Hindley, Guðmundur Ari Arnalds, Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson
Ljósmyndir: Patrik Ontkovic
Höggmyndir eftir Einar Jónsson notaðar við gerð verks: Alda aldanna, 1894-1905, Demanturinn (Höndin), 1904-1905, Dögun, 1897-1906, Fæðing Psyche (Fæðing sálar), 1915-1927, Hvíld, 1915-1935, Ingólfur Arnarson, 1907, Kona (Anna), 1925, Minnismerki á gröf í Lodz, Póllandi, 1935, Natura mater, 1906, Tíminn, 1900-1904, Útlagar, 1901, Vatnsspegillinn, 1916-1936, Þorfinnur karlsefni, 1918

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0