Nordatlantens Brygge er menningar og safnahús fyrir Grænlenska, Færeyska og Íslenska menningu. Húsið hýsir einnig sendiráð landanna þriggja og liggur við Christianshavn í hjarta Kaupmannahafnar, gegnt Nyhavn. Nordatlantens Brygge var byggt sem pakkhús árin 1766 – 1767, af Det Almindelige Handelskompagni, sem rak verslun og þjónustu við Grænland, Ísland, Færeyjar og Finnmörku nyrst í Noregi. Nordatlantens Brygge var tekið í gegn um aldamótin og hefur húsið síðan 2003 hýst sendiráðin og aðra menningarstarfsemi frá þessum þremur bræðraríkjum. Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn var stofnað árið 1920, og er elsta starfandi sendiráð landsins, enda hafa samskipti milli Íslands og Danmerkur verið meiri en við önnur lönd. Ísland var hluti af Danska konungsríkinu í 564 ár, frá 1380 til 1918 þegar við fáum fullveldi, og síðan fullt sjálfstæði þegar lýðveldið var stofnað á Þingvöllum árið 1944.
Kaupmannahöfn 23/08/2021 13:54 : A7R IV 1.2/50mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson