Í þessu myndarlega pakkhúsi í hjarta Kaupmannahafnar ráða þrjár vinaþjóðir ríkjum.

Menningarhús Grænlands, Færeyja og Íslands

Nordatlantens Brygge er menningar og safnahús fyrir Grænlenska, Færeyska og Íslenska menningu. Húsið hýsir einnig sendiráð landanna þriggja og liggur við Christianshavn í hjarta Kaupmannahafnar, gegnt Nyhavn. Nordatlantens Brygge var byggt sem pakkhús árin 1766 – 1767, af Det Almindelige Handelskompagni, sem rak verslun og þjónustu við Grænland, Ísland, Færeyjar og Finnmörku nyrst í Noregi. Nordatlantens Brygge var tekið í gegn um aldamótin og hefur húsið síðan 2003 hýst sendiráðin og aðra menningarstarfsemi frá þessum þremur bræðraríkjum. Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn var stofnað árið 1920, og er elsta starfandi sendiráð landsins, enda hafa samskipti milli Íslands og Danmerkur verið meiri en við önnur lönd. Ísland var hluti af Danska konungsríkinu í 564 ár, frá 1380 til 1918 þegar við fáum fullveldi, og síðan fullt sjálfstæði þegar lýðveldið var stofnað á Þingvöllum árið 1944.

Kaupmannahöfn 23/08/2021  13:54 : A7R IV 1.2/50mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson