Skjálftavatn í Öxarfirði myndaðist við landsig eftir jarðskjálftahrinu þarna norður í Kelduhverfi veturinn 1975-1976. Silungur fór fljótlega að ganga upp í þetta 4 km² stóra vatn, þar veiðast nú urriði, sjóbirtingur og bleikja. Fjöldi vatnafugla verpir við vatnið, meðal annars heimbrimi og álftir. Örstutt er frá Skjálftavatni í aðrar perlur norðausturhornsins eins og í Ásbyrgi, Hljóðakletta og að Dettifossi. Veðrið var ekki amarlegt við Skjálftavatn í morgun, hitinn vel yfir 20°C / 68°F fyrir klukkan níu í morgun. Frá Reykjavík eru aðeins rúmlega 500 km / 300 mi að vatnsbakkanum og góða veðrinu við Skjálftavatn.
Öxarfjörður 26/08/2021 10:02 : A7R IV / FE 1.8/14mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson