Horft austur yfir Skjálftavatn. Austurfjöllin, Öxarfjarðarnúpur, Þverárhyrna og Sandfell í fjarska.

Jarðskjálfti og til verður vatn, Skjálftavatn

Skjálftavatn í Öxarfirði myndaðist við landsig eftir jarðskjálftahrinu þarna norður í Kelduhverfi veturinn 1975-1976. Silungur fór fljótlega að ganga upp í þetta 4 km² stóra vatn, þar veiðast nú urriði, sjóbirtingur og bleikja. Fjöldi vatnafugla verpir við vatnið, meðal annars heimbrimi og álftir. Örstutt er frá Skjálftavatni í aðrar perlur norðausturhornsins eins og í Ásbyrgi, Hljóðakletta og að Dettifossi. Veðrið var ekki amarlegt við Skjálftavatn í morgun, hitinn vel yfir 20°C / 68°F fyrir klukkan níu í morgun. Frá Reykjavík eru aðeins rúmlega 500 km / 300 mi að vatnsbakkanum og góða veðrinu við Skjálftavatn.

Öxarfjörður 26/08/2021  10:02 : A7R IV / FE 1.8/14mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0