Safnahúsið til vinstri, var teiknað af danska arkitektnum Johannes M Nielsen. Þjóðleikhúsið til hægri var hannað af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins.

Menningarhúsin tvö við Hverfisgötu

Þjóðmenningarhúsið, nú Safnahúsið við Hverfisgötu, var byggt á árunum 1906 til 1909 til að hýsa Landsbókasafn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Listasafn Íslands rekur nú húsið, enda hafa söfnin sem voru upphaflega í Þjóðmenningarhúsinu fengið nýtt og hentugra húsnæði. Sýning sem nú er í Safnahúsinu er FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR, perlur íslenskrar myndlistar frá síðari hluta 19 aldar til dagsins í dag. Þjóðleikhúsið var vígt árið 1950, eftir að hafa verið í byggingu frá árinu 1925, eða í aldarfjórðung. Á þeim rúmlega 70 árum sem Þjóðleikhúsið hefur starfað, hafa um fimm milljónir áhorfenda notið sýninga í húsinu sem Guðjón Samúelsson hannaði fyrir tæpum hundrað árum.

Reykjavík 11/09/2021 12:11 : RX1R II :  2.0/35
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0