Einn helsti viðkomustaður erlendra ferðamanna í Reykjavík er Sólfar, höggmynd eftir Jón Gunnar Árnason (1931-1989) og stendur á svokölluðu Jónsnesi við Sæbraut. Verkið vann samkeppni um útilistaverk í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar árið 1986. Það er algengur misskilningur að Sólfarið sé víkingaskip, samkvæmt höfundi er þetta draumabátur sem felur í sér von og birtu, fyrirheit um ónumið land, framþróun og frelsi. Sannkallaður óður til sólarinnar. Verkið var vígt árið 1990, og hefur síðan glatt gesti og gangandi við sundin blá í yfir 30 ár.
Reykjavík 25/10/2021 12:32 – A7R III : FE 1.4/24 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson