Kársnes er nes sem gengur út í Skerjafjörð milli voganna Kópavogs og Fossvogs, og er elsti og vestasti hluti næst stærsta bæjarfélags á Íslandi, Kópavogs. Bærinn byrjaði ekki að byggjast fyrr en í og eftir seinni heimsstyrjöldina. Það var 1 janúar 1948, sem Kópavogur verður sveitarfélag, þá með rúmlega þúsund íbúum, í dag búa 38.300 í bænum. Á Kársnesinu, þar sem þéttbýlið byrjaði er að finna helstu menningarstofnanir Kópavogs, Listasafn Kópavogs Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs og tónleikahúsið Salurinn. Á nesinu er einnig ein af stærstu og bestu sundlaugum landsins, Kópavogslaug, og einnig sú nýjasta Sky Lagoon heilsulón, sem opnaði í maí á þessu ári, og liggur vestast á Kársnesinu, á nýrri landfyllingu. Túristalaug í bestu merkingu þess orðs.
Kópavogur 18/11/2021 09:27 & 09:45 – A7R III : FE 1.4/85mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson