Grímsey er nyrsta byggða ból á Íslandi, lítil eyja sem liggur 40 km / 24 mi norður af Eyjafirði. Liggur heimskautsbaugurinn þvert yfir norðanverða eyjuna. Íbúar eru rúmlega 50, og byggja afkomu sína á fiskveiðum, en mjög gjöful fiskimið eru við Grímsey. Samgöngur í eyjuna byggjast á ferju frá Dalvík, og flugi frá Akureyri, en Grímsey hefur síðan vorið 2009 einmitt verið hluti af höfuðstað norðurlands Akureyri. Þann 21 september, brann Miðgarðskirkjan, kirkjan í eyjunni, og í dag var skrifað undir samkomulag um endurbyggingu sem verður lokið næsta sumar. Hjörleifur Stefánsson er arkitekt nýju kirkjunnar, og mun sú nýja hafa mikla og augljósa skírskotun til þeirrar eldri sem var byggð árið 1867, og var eina friðaða húsið í Grímsey. Arna Björg Bjarnadóttir hefur yfirumsjón með verkinu, en smíðaverkstæðið Loftkastalinn byggir nýju kirkjuna úr timbri.


Grímsey 06/2014 – RX1R II : 2.0/35mm Sonnar
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson