Pálshús á Ólafsfirði er eitt elsta hús bæjarins, byggt af útgerðarhjónunum Páli Bergssyni og Svanhildi Jörundsdóttur árið 1892. Í dag er Pálshús, fræðasetur og menningarhús Ólafsfjarðar. Flottur tónleikasalur er í húsinu, Náttúrugripasafns Ólafsfjarðar, auk þess er í húsinu einkasafn hjónanna Birnu Kristínar Finnsdóttur og Jóns Gunnars Sigurjónssonar. Grunnsýning hússins er Flugþrá, Þar er að finna alla íslensku fuglafánuna, auk þess er fjallað um þrá og draum mannskeppnunnar að geta flogið. Ólafsfjörður stendur við vestan og norðanverðan Eyjafjörð, mitt á milli Siglufjarðar og Dalvíkur.
Ólafsfjörður 26/01/2021 13:43 – A7RIV : FE 1.2/50mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson