Litablossar Kristínar í Y

Litablossar Kristínar í Y

Kristín Gunnlaugsdóttir er ein af okkar stærstu myndlistarmönnum er nú með sýningu í Y galleríinu í Hamraborg, Kópavogi. Verk sem eru máluð sem olíuverk á striga, eða jafnvel sem slettur. Verk sem hanga eða nelgd á vegg, upplýst með blacklight ljósum sem voru svo vinsæl í Sjallanum fyrir norðan, eða Hollywood í Breiðholti á áttunda áratugnum. Verkin eru misstórir litablossar jafnvel á rusli sem átti að henda. Eða ekki, svífandi fjársjóðir. Í Hamraborginni sem er bæði há og fögur má sjá verk Kristínar fram til loka febrúar.

Kristín Gunnlaugsdóttir í vinnustofu sinni.
Sýning Kristínar í Y í Hamraborg.

Kópavogur / Seltjarnarnes 28/01/2022 13:05-15:21 : A7C-A7R IV : FE 1.4/24mm GM-FE1.2/50mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0