Hvalavatn

Hvalvatn í enda Hvalfjarðar er mjög fallegt vatn sem og umhverfi þess. Hvalvatn er annað dýpsta stöðuvatn Íslands, 4,1 km_ að fl atarmáli. Það er 180 m djúpt þar sem dýpst er mest, og liggur í 378 m yfir sjávarmáli. Leiðinn frá Uxahryggjavegi að vatninu er seinfarin og ekki fært slyddujeppum. Hvalfell er framan við vatnið á myndinni í stórbrotnu og fallegu umhverfi , en fjallið sem rís sunnan megin upp frá vatninu eru Botnssúlur. Botnsá rennur úr Hvalvatni til sjávar í Hvalfirði.

Það eru 2 tegundir af bleikju í vatninu, og getur önnur þeirra orðið gríðarstór. Heyrst hefur af fiskum allt að 12 pundum á stærð, en hin bleikjutegundin er töluvert minni. Botnssúlur er vinsæl fyrir göngugarpa, þar er þyrping móbergstinda sem heita Háasúla, Miðsúla, Norðursúla, Syðstasúla (1093m) og Vestursúla. Öll eiga þær það sameiginlegt að vera á milli Botnsdals í Hvalfirði og Þingvalla og eru í svipaðri hæð. Einnig er dalur á milli súlnanna sem heitir Súlnadalur. Leiðin á milli Þingvalla og Botnsdals heitir Leggjabrjótur en það er fræg gönguleið. Ljósmynd og texti: Steini Píp.

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0