Það var einstaklega fallegur morgun í Reykjavík, snjókoma í stillu, sem er auðvitað afar sjaldgæft. Á morgun eru jafndægur að vori, og spáin fyrir næstu daga eru hlýindi, eftir einn erfiðasta vetur í manna minnum á Íslandi. Óvenjulegt veðurfar, stanslaust óveður og einstaklega mikil snjókoma um allt land, vegir stanslaust lokaðir. Þegar maður lítur til baka, þá eru auðvitað ekki fjórar árstíðir á Íslandi. Þær eru tvær, sú dimma og sú bjarta. Á morgun byrjar sú bjarta, enda mikil hlýindi í kortunum.
Reykjavík 19/02/2022 – 10:14 -12:22 : RX1R II – A7R IV : 2.0/35mm Z – FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson