Það veiðast átta tegundir af flatfiskum á íslandsmiðum

Fiskurinn í sjónum

Ísland er með stærri fiskveiðiþjóðum í heimi. Á þessu fiskveiðiári, sem er frá 1. september ár hvert, úthlutaði Fiskistofa aflaheimildum upp á 476.651 tonn. Aflamarkinu er úthlutað á 424 skip, í eigu 308 útgerðaraðila. Mesta úthlutunin fær Brim í Reykjavík til sinna skipa eða 9,33% af heildinni, Samherji á Akureyri er næstur með 7,01% og FISK á Sauðárkróki eru þriðju stærstir með 6,22% af heildarkvótanum. Það skip sem fær mestar veiðiheimildir er Sólberg ÓF 1 í eigu Ramma á Siglufirði. Af fisktegundum er mest úthlutað af þorski eða 208 þúsund tonn, Ufsi er í öðru sæti með 73 þúsund tonn, Síldin er í þriðja sæti með 68 þúsund tonn, í fjórða sæti er ýsa með 39 tonn og í fimmta sæti er grálúða með 14 þúsund tonn. Af þeim tæplega 40 tegundum nytjafiska sem veiðast við Ísland, er minnstur kvóti á Skrápflúru, einungis 22 tonn.

Stefni á bát í Reykjavíkurhöfn
Polli í Reykjavíkurhöfn
Verið að gera klárt fyrir næsta túr

Reykjavík 29/04/2021 08:41 – 09:59 : A7R III – A7C : FE 1.4/85mm GM – FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0