Sjárvarútvegsbærinn Grindavík er á sunnanverðum Reykjanesskaga, er staður sem er heldur betur kominn á ferðamannakortið. Ekki bara að Bláa Lónið, einn vinsælasti ferðamannastaður landsins er rétt norðan við bæinn, því Fagradalsfjall sem gaus svo fallega á síðasta ári, er rétt norðaustan við Grindavík. Nú er örstutt að ganga að nýja hrauninu frá suðurstrandarvegi. Síðan er menningarhúsið Kvikan við höfnina, þar sem saga saltfiskvinnslu á Íslandi er sýnd í sýningunni Saltfiskur í sögu þjóðar. Í og við höfnina eru síðan góðir veitingastaðir þar sem nýr fiskur, beint úr bátnum er borinn fram. Samfelld byggð hefur verið í og við Grindavík frá landnámi, enda fengsæl fiskimið rétt utan við bæinn. Það er stutt, hálftíma akstur frá Keflavíkurflugvelli til Grindavíkur, og tæpur klukkutími frá Reykjavík. Frá Grindavík er síðan örstutt út á Reykjanestá, eða austur suðurstrandarveg til Krýsuvíkur og þaðan áfram til Þorlákshafnar.
Hér eru nokkrar stemmingsmyndir úr hressandi rigningunni og þokunni í Grindavík í dag.
Grindavík 13/06/2022 15:44 – 17:27 : A7C – A7R III : FE 1.4/24mm GM – FE 1.4/85mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson