Það er svo yndislegt að rölta um miðbæ Reykjavíkur um miðnætti, þegar borgin sofnuð. Það er bjart, og stöku sinnum er kyrrðin rofin af fuglasöng, eða faratæki í fjarska. Icelandic Times / Land og Saga fór á stúfana í nótt, til að fanga þessa stemningu sem er engri lík, á bjartri sumarnótt.
Tveir þriðju íbúa Íslands búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu eða 232.280 manns. Stærsta þéttbýlissvæði utan höfuðborgarinnar, er Keflavík – Njarðvík, og Akureyrarsvæðið á norðurlandi er í þriðja sæti bæði með um 20.000 íbúa.
Reykjavík 27-28/06/2022 : 23:26 – 00:28 : A7RIV : FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson