Til Akureyrar, Hríseyjar og Grímseyjar er reiknað með að í ár komi um 200 skemmtiferðaskip með um 200 þúsund farþega innanborðs. Örlítið fleiri skemmtiferðaskip koma til Reykjavíkur með rúmlega 220 þúsund farþega. Það hefur reiknað út að heildartekjur íslensk samfélags – beinar og afleiddar – af öllum komum skemmtiferðaskipa um allt land, geti orðið allt að 30 milljarðar ISK. það er mikill og hraður viðsnúningur í greininni, en til Akureyrar komu 32.000 farþegar í fyrra, þeim fjölgar sem sagt um 168 þúsund milli ára. Það stefnir líka í met ár á Ísafirði, en fyrir faraldur, árið 2019 komu 120 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar, í ár verða þau allavega 145. Aðrar hafnir, staðir sem eru vinsælir áfangastaðir skemmtiferðaskipa eru Grundarfjörður, Húsavík, Seyðisfjörður og Vestmannaeyjar, en búist er við met heimsóknum í allar þessar hafnir í sumar og fram í september. Ljósmyndari Icelandic Times / land og Sögu brá sér niður í Sundahöfn í morgun til að fanga stemninguna, en þrjú skemmtiferðaskip lágu þá við bryggju.
Reykjavík: 05/07/2022 : A7C: FE 1.8/20mm G – FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson