Ef Grafarvogur, hverfi í norðan og austan verðri Reykjavík væri sjálfstæður bær væri hann sá fjórði stærsti á landinu. Í hverfinu búa rúmlega 20.000 manns, í blandaðri byggð, einbýlis – rað- og fjölbýlishúsa. Hverfið byrjaði að byggjast eftir miðjan 9. áratug 20. aldar, og er það enn í uppbyggingu. Nú er meira að segja komin vínbúð í hverfið, en fyrir nokkrum árum benti einn íbúi hverfisins á að það væri engin áfengisútsala í þessu fjölmennasta hverfi borgarinnar, en það væri vínbúð á Kópaskeri norður á Melrakkasléttu með sína 120 íbúa. Í Grafarvogi eru hvorki meira né minna en átta smærri hverfi, Hamrar, Foldir, Hús, Rimar, Borgir, Víkur, Engi, Spöng, Staðir, Höfðar, Bryggjuhverfi, Geirsnef, Gufunes og Geldinganes, sem enn er óbyggt, en þar er framtíðar byggingarsvæði Reykjavíkur, enda ótrúlega fallegt að horfa suður og vestur á Seltjarnarnesið, þar sem eldri hluti Reykjavíkurborgar liggur. Esjan gefur Geldinganesi, og reyndar öllu hverfinu gott skjól gagnvart norðanáttinni. Hverfið er kennt við Grafarvog, sem er kennt við eyðibýlið Gröf, bóndabæ sem stóð innst við voginn þar sem Grafarlækur rennur í sjó fram.
Reykjavík 08/08/2022 : A7R IV: FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson