Hraun þekur mjög stóran hluta Reykjanesskagans, horft yfir Dyngnahraun á austanverðu Reykjanesi

Reykjanes meira en gos

Þúsundir leggja leið sína daglega að að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Fallegt gos, sem hægt er að komast mjög nálægt, upplifa náttúruna og þann ofurkraft sem býr í iðrum jarðar í miklu návígi, eftir 7 km göngu upp Fagradalsfjall. En Reykjanes, hefur svo miklu meira upp á að bjóða, en langa og stranga gönguferð að gosinu í Meradal. Náttúran við Kleifarvatn og hitinn við Seltún, Krýsuvíkurbjarg og Grindavík, fallegur sjávarútvegsbær rétt sunnan við Bláa lónið. Sandgerði og Garður með Garðskagavita. Reykjanesviti syðst og vestast á nesinu með öllum jarðhitanum í kring. Og auðvitað Njarðvík og Keflavík, sem mynda Reykjanesbæ, fjórða fjölmennasta sveitarfélag á landinu. Þangað koma líka flestir ferðamenn sem heimsækja Ísland, því þar er Keflavíkurflugvöllur, alþjóðaflugvöllurinn sem tengir Ísland við umheiminn.

Undir Valahnjúk við Reykjanesvita
Við Seltún, sunnan við Kleifarvatn
Hvammar sunnan við Kleifarvatn

Reykjanes 11/08/2022 : A7R IV, A7R III, RX1R II : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135 GM, 2.0/35 Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0