Reykjavik Edition hótel á hafnarbakka Austurbakka

Lifandi höfn

Reykjavíkurhöfn er 105 ára, og fyrir aldarfjórðungi var á Miðbakka afhjúpuð styttan Horft til hafs, eftir Inga Þ. Gíslason. Það var Sjómannadagsráð sem beitti sér fyrir því að styttan yrði gerð og sett upp við Reykjavíkurhöfn til að minna á að það voru fiskimenn í Reykjavík sem breyttu bæ í borg, komu fótum undir efnahagslífið. Á þessum rúmlega eitt hundrað árum hefur höfnin, mannlífið breyst ótrúlega mikið. Þá má meðal annars sjá á sögulegri sýningu Höfnin og útgerð, sem Faxaflóahafnir hafa veg og vanda af, og er staðsett á Miðbakka, og stendur fram á haust. Það er Austurhöfnin sem breyst hefur mest, jafnvel óþekkjanleg frá því um síðustu aldamót. Menningar- ráðstefnuhúsið Harpa, er þarna staðsett, ásamt eina fimm stjörnu hóteli landsins Reykjavik EDITION. Þarna var líka fyrir viku að opna mathöll með sjö veitingastöðum á Hafnartorgi við Austurbakkann. Icelandic Times / Land & Saga trítlaði um hafnarsvæðið, til að sjá og upplifa, hvalaskoðunarbáta leggja úr höfn, dráttarbáta gera sig klára og fjölda ferðamanna að sjá og skoða lifandi höfn í miðbæ Reykjavíkur.

 

Horft til hafs á Miðbakkanum, eftir Inga Þ. Gíslason
Sögusýningin Höfnin og útgerð á Miðbakkanum
Lagt á stað í hvalaskoðunarferð
Skemmtilegt útisvæði er á Miðbakka, gegnt Listasafni Reykjavíkur
Eina lestin á Íslandi, var notuð við hafnargerð frá 1913 til 1928
Sjö veitingastaðir opnuðu í síðustu viku á Hafnartorgi við Austurbakkan

Reykjavík  24/08/2022 : A7C : FE 1.8/20mm G, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0