Er ekki viss hvort hann sneri myndavélinni rétt, ljósmyndarinn undir Kirkjufelli að Fjallabaki
Ferðamenn á Fjallabaki
Það eru fáir vegir sem eru eins litríkir vondir rykugir holóttir og gefandi eins og Fjallabaksleið nyrðri, þjóðleið sem er aðeins fær fjórhjóladrifnum bifreiðum og þolinmóðum ökumönnum. Icelandic Times / Land & Saga brá sér í bíltúr, ásamt hundruðum íslendinga og útlendinga, sem voru að njóta einstakrar veðurblíðu þarna hátt upp á hálendinu nú í byrjun september. Leiðin er líklega fær fram að mánaðarmótum, en þá lokast leiðinn vegna snjóa, og opnar síðan aftur fljótlega, í lok júní á næsta ári.
Rangárvallasýsla 03/09/2022 :A7RIV, A7C, RX1R II – FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/20mm G, FE 1.8/135 GM, 2.0/35mm Z – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson