Myndhöggvarinn, listamaðurinn Bertel Thorvaldsen, stendur hnarreistur í Hljómskálagarðinum. Á stöpli styttunnar sendur; Mestur listasmiður norðurlanda. Hann var fæddur í þáverandi höfuðborg íslands, Kaupmannahöfn árið 1770 sonur Gottskálsk Þorvaldssonar tréskurðarmeistara, frá Reynisstað í Skagafirði, og Keranar Dagnes, Jótlenskrar alþýðustúlku. Hann bjó mesta hluta ævi sinnar í Rómaborg (1797-1838) þar sem hann í vinnustofu sinni skapaði nýklassísk höggmyndaverk sem áttu fá sína líka á þessum tíma. Stórvirki hans eru meðal annars, stytta af Píus VII páfa í Vatíkaninu, eina verk þar landi sem er ekki eftir kaþólskan. Hann á líka styttuna af Bæverska leiðtoga 30 ára stríðsins í Þýskalandi Maximilian 1 í München, og af Kópernikusi í Varsjá. Bertel Thorvaldsen hvílir við hlið Thorvalsensafnis, sem stendur við Kristjánsborg þinghús Danmerkur. Hann er og var einn stærsti listamaður norðurlanda.