Skagfirðingurinn Thorvaldsen

Skagfirðingurinn Thorvaldsen

Myndhöggvarinn, listamaðurinn Bertel Thorvaldsen, stendur hnarreistur í Hljómskálagarðinum. Á stöpli styttunnar sendur; Mestur listasmiður norðurlanda. Hann var fæddur í þáverandi höfuðborg íslands, Kaupmannahöfn árið 1770 sonur Gottskálsk Þorvaldssonar tréskurðarmeistara, frá Reynisstað í Skagafirði, og Keranar Dagnes, Jótlenskrar alþýðustúlku. Hann bjó mesta hluta ævi sinnar í Rómaborg (1797-1838) þar sem hann í vinnustofu sinni skapaði nýklassísk höggmyndaverk sem áttu fá sína líka á þessum tíma. Stórvirki hans eru meðal annars, stytta af Píus VII páfa  í Vatíkaninu, eina verk þar landi sem er ekki eftir kaþólskan. Hann á líka styttuna af Bæverska leiðtoga 30 ára stríðsins í Þýskalandi Maximilian 1 í München, og af Kópernikusi í Varsjá. Bertel Thorvaldsen hvílir við hlið Thorvalsensafnis, sem stendur við Kristjánsborg þinghús Danmerkur. Hann er og var einn stærsti listamaður norðurlanda.

Bertel Thorvaldsen, sjálfsmynd með vonargyðjuna frá árinu 1839, styttan er 2.5 m há
Bertel Thorvaldsen, sjálfsmynd með vonargyðjuna frá árinu 1839, styttan er 2.5 m há

Reykjavík  06/09/2022 : ARIV – FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson