Horft yfir Vífilsstaðavatn, í vestur í átt að Hafnarfirði og Garðabæ, það er rétt hægt að greina rautt þakið á Vífilsstöðum í miðjum trjálundi, rétt hægra megin við miðju á myndinni

Jörðin hans Vífils

Árið 874 fundu Vífill og Karli, þrælar fyrsta landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar, öndvegissúlur hans, í vík undir Arnarhóli í Reykjavík. Þar settist Ingólfur að, ásamt eiginkonu sinni Hallgerði Fróðadóttir. Þrællinn Karli hljópst á brott ásamt ambátt, og fundust þau síðar á Reykjum í Ölfusi. Vífill hlaut frelsi, og byggði sér bú á Vífilsstöðum, sunnan Reykjavíkur. 

Árið 1910 er byggður á jörðinni spítali fyrir berklasjúklinga, sá fyrsti á landinu, sem Rögnvaldur Ólafsson teiknaði. Þá voru Vífilstaðir langt frá byggð. Nú er rekið öldrunarsjúkrahús á Vífilsstöðum, sem liggur nú, ekki langt frá miðju höfuðborgarsvæðins, örstutt frá IKEA, miðbæ Garðabæjar og útivistarsvæðunum við Vífilstaðavatn og Heiðmörk. 

Vífilsstaðir, byggðir 1910, þar er nú rekin öldrunarþjónusta
Útsýnið frá Vífilsstöðum, nýja hverfið í Garðabæ, Urriðaholt sést milli trjánna
Vífilsstaðavatn er steinsnar frá spítalanum, góð 2,6 km göngu- hlaupaleið er umhverfis vatnið
Mikið fuglalíf er við Vífilsstaðavatn, og í trjálundunum við sjúkrahúsið

Garðabær 19/09/2022 : A7R IV – FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson