Árið 874 fundu Vífill og Karli, þrælar fyrsta landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar, öndvegissúlur hans, í vík undir Arnarhóli í Reykjavík. Þar settist Ingólfur að, ásamt eiginkonu sinni Hallgerði Fróðadóttir. Þrællinn Karli hljópst á brott ásamt ambátt, og fundust þau síðar á Reykjum í Ölfusi. Vífill hlaut frelsi, og byggði sér bú á Vífilsstöðum, sunnan Reykjavíkur.
Árið 1910 er byggður á jörðinni spítali fyrir berklasjúklinga, sá fyrsti á landinu, sem Rögnvaldur Ólafsson teiknaði. Þá voru Vífilstaðir langt frá byggð. Nú er rekið öldrunarsjúkrahús á Vífilsstöðum, sem liggur nú, ekki langt frá miðju höfuðborgarsvæðins, örstutt frá IKEA, miðbæ Garðabæjar og útivistarsvæðunum við Vífilstaðavatn og Heiðmörk.
Garðabær 19/09/2022 : A7R IV – FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson