Langisjór

Langar til Langasjós

Hvað er fallegasti staður á á Íslandi? Þessa spurningu fæ ég oft. Og auðvitað er ekki einn staður sem sem ber af. Það er birtan, andrúmið, árstíðin, jafnvel sagan sem fær stað eða stund til að lifna við. Ef ég hugsa ekki, segi frá hjartanu þá er það Langanes og Arnarfjörður sem eru á toppnum. Langanes númer eitt. Ef ég hugsa örlítið þá eru auðvitað Vatnajökull og Öxarfjörður að rífast um fyrsta sætið. En ef ég legg saman allt, sem ég hef séð og upplifað í náttúru Íslands, þá er það Langisjór í Vatnajökulsþjóðgarði, vestan við Laka, í Vestur – Skaftafellssýslu sem er  fallegasti blettur landsins. Það er mín skoðun í dag…. á morgun gæti það verið Ásbyrgi, Landmannalaugar, Melrakkaslétta, Áltanes, Þingvellir, eða auðvitað Hornbjarg, sem á engan sinn líkan í okkar náttúru. En hér eru allavega myndir af Langasjó. 

Langisjór
Fjallabak Langisjór
Langisjór
Skaftá Langisjór

Ísland 2018/2021 : A7R III, A7R IV, RX1R II : FE 1.4/50mm Z, FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0