Fyrir 104 árum, þann 1. desember 1918 urðum við íslendingar fullanda þjóð frá konungsríkinu Danmörku. Frelsi í skugga hörmunga, fyrri heimsstyrjöldin að ljúka, og þetta ár var það erfiðasta síðustu aldar. Fyrst frostaveturinn mikli í byrjun árs, Kötlugos og síðan spænska veikin, sem lagði hátt í þúsund íslendinga. Við vorum bara tæplega 90 þúsund á landinu öllu. Þannig að hátíðarhöldin í kuldanum fyrir framan stjórnarráðið þann 1. desember 1918, voru mjög lágstemd. Enda var spænska veikin í hámarki í lok nóvember. Fall er fararheill… þegar við íslendingar lýstum yfir fullu sjálfstæði, þrjátíu og fjórum árum síðar, þann 17. júní 1944, var bæði kalt og rok og rigning.
Reykjavík 2020/2022 : A7RIV : FE 1.4/35mm GM , FE 1.8/135m GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson