Fullveldisdagurinn

Fyrir 104 árum, þann 1. desember 1918 urðum við íslendingar fullanda þjóð frá konungsríkinu Danmörku. Frelsi í skugga hörmunga, fyrri heimsstyrjöldin að ljúka, og þetta ár var það erfiðasta síðustu aldar. Fyrst frostaveturinn mikli í byrjun árs, Kötlugos og síðan spænska veikin, sem lagði hátt í þúsund íslendinga. Við vorum bara tæplega 90 þúsund á landinu öllu. Þannig að hátíðarhöldin í kuldanum fyrir framan stjórnarráðið þann 1. desember 1918, voru mjög lágstemd. Enda var spænska veikin í hámarki í lok nóvember. Fall er fararheill… þegar við íslendingar lýstum  yfir fullu sjálfstæði, þrjátíu og fjórum árum síðar, þann 17. júní 1944, var bæði kalt og rok og rigning.

 

Fullveldinu fagnað fyrir framan Stjórnarráðið, 1. desember 1918

Smá hél á Skólavörðustíg

Horft suður, Suðurgötu, Keilir í baksýn

 

Hjólað upp Skólavörðustíg

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 2020/2022 : A7RIV : FE 1.4/35mm GM , FE 1.8/135m GM