Fimm kindur fyrir framan Jón Trausta og Karl, klettana tvo sem standa vörð norður af Rauðanúp á Melrakkasléttu.

Við Rauðanúp

Í svartasta skammdeginu hugsar maður til baka, til bjartra nátta. Hvert ætlar maður næsta sumar? Það fyrsta sem kom upp í hugan er Rauðinúpur, nyrst og vestast á Melrakkasléttunni, nyrsta hluta Íslands. Þangað kem ég ár hvert, stundum oft, því hvergi er sumarfallegra en þarna norður á hjara veraldar. Birtan, fuglalífið, nándin við náttúruna. Núna er þarna dimmt, kalt og maður skilur ekki, hvernig forfeður okkar lifðu af langan vetur þarna norðurfrá. En á Melrakkasléttunni, sem er nú að mestu farin í eyði, bjuggu fyrir hundrað árum, hundruðir manna, sem átti vel í sig og á, enda gott land fyrir sauðfé. Stutt á miðin á árabát, silungur í vötnum og tjörnum, og eggjataka, frá þúsundum sjófugla sem verpa á sléttunni, gerði það að verkum að fólk hafði það bærilegt, á þess tíma mælikvarða.

Melrakkaslétta, Rauðinúpur rís úr hafi, horft í norð austur frá Tjörnesi.

 

Grjótnes um miðnætti í byrjun júní. Rauðinúpur rís upp lengst til hægri. Sumir segja að þetta sé fallegasta bæjarstæði í lýðveldinu.
Fjaran við Núpskötlu, Rauðinúpur til vinstri
Ferðamenn að leggja af stað á Rauðanúp við Kötluvatn
Súla á flugi um miðnætti í júní við Karl á Rauðanúp

 

Horft í norður yfir Leirhöfn, að Rauðanúp klukkan 23:57, þann 23. júní í ár.

Melrakkaslétta 2018/2022 : A7RIV, A7R III, RX1R II : FE 1.8/14mm GM , FE 1.8/135m GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0