Manni bregður alltaf jafn mikið, þegar sólin ákvað að setjast vestan við Reykjanesið rétt uppúr þrjú, og rétt komin upp. En fallegur var dagurinn. Reykjanesið er ekki bara sá staður sem flestir ferðamenn koma til á Íslandi, enda er alþjóðaflugvöllurinn í Keflavík staðsettur á nesinu, heldur er svæðið einstaklega fallegt. Örstutt frá höfuðborgarsvæðinu, með falleg hraun, vita og bæi eins og Grindavík, Keflavík, Sandgerði, Njarðvík og Garð, sem bjóða upp á góða þjónustu, stutt frá eldfjöllum, nýju hrauni og fallegri sjávarsíðu. Enda skarpp Icelandic Times / Land & Saga suður og vestur á Suðurnesin, til að upplifa fallegan stuttan dag, eins og í dag. Njótið…
Reykjanes 08/12/2022 : A7R III : FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson