Arnarvatnsheiðin

Arnarvatnsheiðin

Það er sagt, hvort það sé satt eða ekki að það séu þrír óteljandi staðir á Íslandi. Eyjarnar í Breiðafirði, hólarnir í Vatnsdal og vötnin á Arnarvatnsheiði. Icelandic Times / Land & Saga brá sér upp á þetta heiðarland upp af Miðfirði norður í Vestur-Húnavatnssýslu sumarið ´21. Vegslóðinn F578 liggur um Arnarvatnsheiðina milli Miðfjarðar og Hvítársíðu austast í Borgarfirði. Heiðin býr yfir mikilli gróðursæld, miklu fuglalífi og óteljandi vötnum, fullum af silungi, og lágstemmdri fegurð. Arnarvatnsheiðin er einn af gimsteinum Íslands, sem fáir heimsækja, enda er aðeins fært um svæðið skamman tíma ársins á vel útbúnum bílum, eða vel útbúin og nestaður á tveimur jafnfljótum. Já vötnin eru mörg, en kyrrðin jafnvel meiri.

Arnarvatnsheiði – Sólarlag
Arnarvatnsheiðin
Arnarvatnsheiðin
Arnarvatnsheiðin

12/01/2023 : A7RIII, RX1R II : 2.8/21mm Z, FE 1.4/50mm Z, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0