Bakkafjörður norður og austur í Norður-Múlasýslu, í Langanesbyggð, er einn af vetrar fallegustu stöðum á landinu. Bæði er það birtan, kyrrðin og náttúran sem búa til andrúm sem er einstaklega fallegt, sérstaklega á veturna. Frá Reykjavík eru um 650 km, eða 9 tíma akstur þangað, frá Akureyri ekki nema 250 km, og þrír og hálfur tími með bíl. Í firðinum búa innan við 100 manns, og þar er hvorki verslun eða gisting. Frá Bakkafirði, þorpinu eru 40 km á Þórshöfn og 30 km yfir Sandvíkurheiðina til Vopnafjarðar. Góða ferð…. því engin er svikin að fara þangað norður til að hitta vetur konung.




Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson