Tjarnargata sem gengur frá Fógetagarðinum, þar sem fyrsti landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson byggði sinn bæ árið 874, að Hringbraut, meðfram Tjörninni. Nú er þar verið að byggja skrifstofubyggingu Alþingis, gengt Ráðhúsinu. Tjarnargatan er ein fallegast gata Reykjavíkur, byggð stásslegum húsum, flest flutt inn frá Noregi um eða og uppúr 1900. Við götuna stendur líka Ráðherrabústaðurinn, reisulegt hús sem norski hvalútgerðarmaðurinn Hans Ellesen byggði sér við Önundarfjörð árið 1892. Átta árum síðan gefur hann Hannesi Hafstein ráðherra Íslands húsið, og er því komið fyrir við Tjarnargötuna árið 1910. Húsið er nú bæði fundarstaður ríkisstjórnar Íslands, og gististaður fyrir erlenda þjóðhöfðingja.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
18/03/2023 : A7C, A7RIV : FE 2.5/40mm G, FE 2.8/100mm GM