Gaman með ísbjörnunum á Laugavegi

Lundar á Laugavegi

Laugavegur er aðal verslunargata Reykjavíkur. Það var árið 1885 sem langning Laugavegs er samþykkt í bæjarstjórn, og ári síðan er framkvæmdir hafnar, við gatnamót Skólavörðustígs og Bankastrætis. Þjóðvegur úr borginni átti síðan að koma í beinu framhaldi af götunni og stefna að nýrri brú yfir Elliðaá undir Ártúnsbrekkunni. Með lagningu Laugavegs átti líka að auðvelda fólki ferðir í Þvottalaugarnar í Laugardal, sem gatan dregur nafn sitt af. Laugavegur verður fljótlega aðal verslunargata höfuðborgarinnar, og er það enn. Líklega yrðu bæjarstjórnarmenn sem samþykktu götuna fyrir 138 árum hissa, ef þeir litu þar við í dag. Flestir sem áttu leið um götuna í dag, voru erlendir ferðamenn að skoða og versla í á fjórða tug ferðamannaverslanna sem eru á götunni frá Bankastræti að Snorrabraut. Icelandic Times / Land & Saga tók semsagt púlsinn á Laugaveginum í dag. 

Stór hluti Laugavegs er göngugata
Það eru jól, jafnvel í mars á Laugavegi
Norræn víkingur heilsar ferðamönnum
Stemming við verslun 66°
Lundar á Laugaveginum

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
20/03/2023 : A7C, A7RIV : FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/100mm GM

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0