Kópavogskirkja, elsta kirkja í næst fjölmennasta bæjarfélagi á landinu, stendur á toppi Borgarholts sem er friðað. Útsýni frá kirkjunni er frábært í allar áttir, enda leggja margir sér leið upp á hæðina til að njóta panórama útsýnis yfir höfuðborgarsvæðið. Kirkjan var reist á árunum 1958 til 1962 eftir teikningum arkitektanna Harðar Bjarnasonar og Ragnars Emilssonar. Gluggar kirkjunnar þykja einstakir, hannaðir af Gerði Helgadóttur, en listasafn Kópavog, Gerðarsafn er næst kirkjunni, og kennt við hana. Við hlið safnsins er síðan Bókasafn Kópavogs, og Salurinn, einn helsti og besti tónleikasalur landsins. Borgholtið þar sem Kópavogskirkja stendur, er einstaklega hrjúft, með sína stóru náttúrulega steina, list náttúrunnar óspjölluð.
27/03/2023 : A7R III, A7C : FE 2.5/40mm G, FE 200-600 G
Ljósmyndir og texti: Páll Stefánsson