Á meira en þrjá áratugi hefur BLÍ, Blaðaljósmyndarafélag Íslands, í samvinnu við Blaðamannafélag Íslands sem þeir eru hluti af verið með uppskeruhátíð, Myndir ársins. Í ár eins og undanfarin ár er haldin sýning, gefin út bók, með bestu myndum ársins, sem dómnefnd velur. Sýningin er haldin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, eins og undanfarin ár, og stendur til loka maí mánaðar. Yfirmaður dómnefndar var John Moore, sem sagði eftir að hafa farið í gegnum yfir þúsund mynda og færri en eitt hundrað komust á sýninguna að; ,,Það er nærandi að upplifa þessa kraftmiklu frásagnarlist frá svo myndrænni en lítilli þjóð.”
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson & ljósmyndir eftir Vilhelm Gunnarsson, Heiðu Helgadóttur og Hörð Sveinsson
Reykjavík 10/05/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z aðrar myndir með A7R IV 1.4/35 GM, C R3 24-105 & 5D IV 24-70