Fjölnisvegur uppúr 1930

Níutíu ára gömul gata

Í sunnanverðu Skólavörðuholtinu, í Þingholtunum, í hjarta Reykjavíkur er lítil bogadregin gata, Fjölnisvegur. Gatan byggist upp um 1930, fyrir rúmum níutíu árum, eftir framsæknum hugmyndum Guðmundar Hannessonar, sem hann setti fram í bók sinni Um skipulag bæja, sem kom út árið 1916. Það má segja að Fjölnisvegur sé öðruvísi, með einbýlishúsum með stórum lóðum við norðanverða götuna, og fjölbýlishús við gangstéttina að sunnaverðu. Guðmundur var ekki hrifin af stórum fjölbýlishúsum í bók sinni. Það væri hljóðbært milli íbúða í fjölbýli, og mikill ágalli í marglyftum húsum séu þreytandi stigar, og skortur á garðblettum til að rækta rótargrænmeti. Dýrasta einbýlishús landsins er Fjölnisvegur 9, en það var selt á síðasta ári fyrir 700 milljónir til Caroline Leonie Keller þýskrar athafnakonu sem hefur búið hér undanfarin ár. Húsið í skipstjórastíl, var teiknað af Pétri Ingimundarsyni fyrir Guðmund Ásbjörnsson forseta bæjarstjórnar Reykjavíkur og kaupmann árið 1929.

Horft í vestur eftir Fjölnisvegi
Fjölnisvegur 9, dýrasta hús landsins, og Hallgrímskirkja
Fjölnisvegur 11
Fjölnisvegur 9, dýrasta hús landsins
Fjölnisvegur 7
Fjölnisvegur 5
Garðvinna í götunni
Fjölnisvegur 9
Fjölnisvegur árið 2023

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson

Reykjavík 12.07/2023 : A7C : FE 1.8/20mm G

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0