Svarthvítur litur

Að fanga íslenskt landslag er þrautinni þyngri. Það er svo margrætt, marglaga og öðruvísi. Stærra en myndavélin eða síminn sjá. En fyrir ljósmyndara, já og ferðamann er þetta skemmtileg glíma, að fanga augnablik sem er, og síðan horfið. Mitt besta ráð, eftir að hafa unnið sem myndasmiður í meira en fjóra áratugi, taktu þér tíma, einfaldaðu hlutina, og njóttu þess að verða blautur, kaldur og þreyttur. Því góð mynd, fær þig til gleyma öllu… Hér eru sex augnablik af íslensku landslagi, þar sem liturinn gleymdist í fimm þeirra, því stundum, örsjaldan er landið, landslagið, já stemmningin sterkari svört og hvít.

Eyjarhóll við Pétursey, nokkur þúsund kílómetrum norðan við Kæró
Við Kötlujökul, rétt austan við Vík í Mýrdal
Vikuröldur í Þjórsárdal
Fossinn Foss á Síðu, rétt austan við Kirkjubæjarklaustur
Fossinn Hjálp í Þjórsárdal
Horft frá Sæbraut í Reykjavík, norður að Skarðsheiði. Svart hvítt….. nei

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Ísland 05/11/2023 – A7R IV RX1R II : 1.8/135mm GM, FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM