Topp tíu

Ísland er á topp tíu í heiminum í dag með flest virk eldfjöld, síðan árið 1800. Reyndar í tíunda sæti, gætum fikrað okkur upp listan ef allt fer á stað eins og sumir vísindamenn eru hræddir um. Síðustu daga hafa til dæmis verið vel á annað þúsund skjálftar á Reykjanesi, nærri eða við Fagradalsfjall. Það aukast líkur á því að við fáum þar fjórða gosið á jafn mörgum árum. Flest virk eldfjöll eru í Indónesíu eða 74, í Bandaríkjunum eru þau 63, flest í Alaska. Japan er í þriðja sæti með fjalli færra. Í fjórða sæti er Rússland með 49, flest austur við Kyrrahaf. Síle er í fimmta sæti með 34 virk eldfjöll. Í sjötta sæti er Papúa með tuttugu, síðan kemur Ekvador með 18, í áttunda sæti eru Filippseyjar með 15, með fjalli meira en Tonga í miðju Kyrrahafinu. Ísland er síðan í tíunda sæti með 14 eldstöðvar sem hafa gosið á síðustu 223 árum. Í dag eru 46 eldgos í gangi, flest í Indónesíu eða sjö. Elsta eldgosið sem er í gangi í heiminum er í fjallinu Santa Maria í Guatemala, en það hófst 22 júní 1922, fyrir meira en hundrað árum síðan, og stendur enn. Tuttugu árum fyrr, árið 1902, varð þar eitt stærsta eldgos í heimi á tuttugustu öldinni. Af þessum 46 núvarandi eldgosum er eitt í Stóra-Bretlandi, í fjallinu Sauders sem hefur gosið síðan 12 nóvember 2014, í tæp níu ár. Hvort 47. gosið bætist við á morgun eða hinn, við Fagradalsfjall eða í Bárðarbungu, veit engin.

Kort frá Veðurstofu Íslands, sem sýnir glöggt að það er eitthvað að gerast undir Reykjanesinu
Síðasta eldgos á Íslandi
Horft yfir Skerjafjörð seinnipartinn, beðið eftir eldgosi í Fagradalsfjalli, lengst til hægri
Stóra eldgosið í Santa Maria í Guatemala árið 1902, ljósmyndari ókunnur, með leyfi frá Dartmont College
Frá gosinu í Fagradalsfjalli, 2022

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 25/10/2023 –  A7RIII, A7R IV : FE 200-600mm G, FE 2.8/100mm GM