Milljón tonn

Það eru þrjár stoðir, nokkuð jafn stórar í íslenskum efnahag. Ferðaþjónusta þar sem ferðamenn njóta íslenskrar náttúru, og snæða íslenskan mat, lamb og grænmeti og fisk. Síðan stóriðjan þar sem grænt vistvænt rafmagn er selt til álvinnslu, en þrjú stór álver eru í landinu. Síðan auðvitað sjávarútvegurinn, sem hefur verið hryggjarstoðin að hér sé byggilegt, ekki bara nú, heldur í gegnum árin, aldirnar. Skapar atvinnu og tekjur. Til að veiða fisk í íslenskri landhelgi þarftu kvóta. Í samræmi við lög Alþingis um stjórn fiskveiða. Má engin eiga stærri kvóta en tólf prósent af heildarkvóta til að tryggja jafnvægi, jafnrétti á þessari auðlind sem er auðvitað ekki endalaus. Þess vegna er kvótakerfið. Við veiðum um milljón tonn af fisk á ári, sem skapar hátt í 15 milljarða í útflutningstekjur. Stærsta útvegsfyrirtækið á Íslandi eru Brim í Reykjavík með 10.44% hlut. Næst er Ísfélagið í Vestmannaeyjum með 7.0% hlut, síðan kemur Samherji frá Akureyri/Dalvík með 6.93%. Fisk á Sauðárkróki er í fjórða sæti með 6.14%, og síðan Þorbjörn í Grindavík með 5.33% hlut. Í næstu sætum koma fyrirtæki frá Höfn í Hornafirði, Grindavík (aftur) Vestmannaeyjum, Neskaupstað, og síðan Nesfiskur frá Garði/Sandgerði/Hvammstantanga. Fyrirtæki sem eru staðsett allan hringinn umhverfis landið.

Tómas Ólafsson við Þúfuna í Reykjavíkurhöfn í dag
Viðey í eigu Brims siglir til heimahafnar til Reykjavíkur
Verðandi sjómann, halda til hafs í Flatey á Breiðafirði
Síldar / loðnunót bíða vertíðar á Neskaupsstað
Drekkhlaðinn Bjarni Ólafsson siglir inn í Norðfjörð

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Ísland  11/12/2023 –  A7R IV : FE 1.8/20mm G, FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM