Frakkland er það land í heiminum sem flestir ferðamenn heimsækja, 80 milljónir á ári. Frakkar eru tæplega 70 milljónir. Næstir eru Spánverjar, íbúarnir eru 50 milljónir, en ferðamennirnir eru 75 milljónir, milljón meira en heimsækja Bandaríkin þar sem 340 milljónir búa í risastóru landi. Við erum tæplega 400 þúsund og hingað munu koma í ár rúmlega 2 milljónir ferðamanna. Hlutfall ferðamanna hér því er margfalt á við íbúafjölda þriggja mestu ferðamannalanda veraldar. Stóra spurningin er hve mörgum ferðamönnum við getum tekið vel á móti þannig að öllum líði vel, bæði okkur heimamönnum og náttúrunni. Í stóra samhenginu er Ísland lítið land, en ef rétt er haldið á málum, ferðafólkið dreifir sér betur um landið, og yfir allt árið, er bjart framundan í íslenskri ferðaþjónustu.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Ísland 14/08/2023 : A7R IV, RX1R II : FE 2.8/100mm GM, FE 2.8/90mm, 2.0/35mm Z