Hafnarfjörður, þriðji stærsti bær landsins, er líklega mesti jólabær Íslands, og hefur verið um árabil. Á Thorsplani, í miðjum miðbænum, sem opnaði í miðjum nóvember, og opinn er til jóla, er heilt jólaþorp, skautasvell, og allur miðbærinn er fallega prýddur. Hellisgerði útivistarparadís rétt hjá er ljósum skreytt, eins og hálfur bærinn. Hafnarfjörður er sannkallaður jólabær. Fyrir unga sem aldna. Icelandic Times / Land & Saga gerði sér auðvitað ferð til Hafnarfjarðar, eins og svo margir af höfuðborgarsvæðinu til að upplifa ljós í myrkrinu.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Hafnarfjörður 17/12/2023 – A7C : FE 1.8/20mm G