Desember er dásamlegur (stundum)

Jólin og áramótin eru ekki bara dimmasti tími ársins. Hér heima gerum við vel við okkur í mat og drykk. Hittum fjölskylduna, njótum þess að vera til. Synda, skíða, já sannkallaðar samverustundir.

Síðan veit maður aldrei á þessum árstíma hvernig veðurguðirnir heilsa okkur. Í ár voru þeir ansi bóngóðir. Fallegt veður á köflum sem Icelandic Times / Land & Saga auðvitað nýtti sér. Hér eru fáein sýnishorn.

Hádegi við Reykjavíkurtjörn á jóladag
Lofthitinn í Nauthólsvík var mínus fjórar
Aktu til hægri, Fossvogsdalur
Sóleyjargata
Sjávarhiti núll gráður, fjórum gráðum hlýrri en lofthitinn
Háskóli Íslands til vinstri og Þjóðminjasafn Íslands til hægri, horft yfir Tjörnina
Á Heimleið, klætt snjóhúfu verk eftir Gunnfríði Jónsdóttir í Hljómskálagarðinum frá árinu 1947

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 27/12/2023 –  A7R IV : FE 1.8/135 GM. FE 1.2/50mm GM

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0