Gísli & sannkallaðir Víkingar

Við eigum gott og frábært íþróttafólk. Mörg á heimsmælikvarða, og spennandi verkefni framundan, eins og Ólympíuleikarnir í París nú í sumar. Íslendingar hafa tekið þátt í leikunum síðan 1908, afraksturinn eru tvö brons, og tvö silfur. Reyndar eitt gull fyrir Kanada. Á Ólympíuleikunum í Antwerpen árið 1920, voru allir leikmenn landsliðsins í íshokkí sem vann gullið annarar kynslóða íslendingar. Nú eru vonir bundnar við að Ísland nái góðum árangri á Evrópu

Gísli Þorgils Kristjánsson, íþróttamaður ársins á Íslandi

meistaramótinu í handbolta sem hefst eftir viku. Mót sem með góðum árangri gefur keppnisrétt til Parísar í sumar. Þá er mikilvægt að hafa innanborðs íþróttamann ársins, handknattleiksmanninn Gísla Þorgils Kristjánsson, sem var valin á dögunum besti handboltamaður í Þýsku úrvalsdeildinni, þeirri bestu í heimi, en hann spilar fyrir Þýskalands og Evrópumeistara Magdeburg. Foreldrar Gísla eru Alþingismaðurinn og formaðurður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur og Kristjáns Arason handboltakappi og fjármálamaður, talin einn af bestu varnarmönnum í handknattleik fyrr og síðar. Þjálfari ársins var valin Arnar Gunnlaugsson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings í knattspyrnu. Lið ársins á Íslandi var lið Víkingings úr Fossvogi Reykjavíkur í fótbolta. Verðlaunahátíðin fór fram á Hótel Hilton Nordica, og var sent beint út á RÚV, Ríkissjónvarpinu. 

 

Arnar Gunnlaugsson þakkar fyrir sig. Tvöfaldur sigurvegari, þjálfari ársins, með lið ársins, Víkinga
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

 

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0