Akureyri er ekki bara höfuðstaður norðurlands, heldur allrar landsbyggðarinnar. Þarna við botn Eyjafjarðar býr nær þriðjungur landsmanna. Það er að segja þeir landsmenn sem búa utan suðvesturhornsins. Fyrsta húsið sem reist er á Akureyri er byggt árið 1778, og fær bærinn fyrst kaupstaðarréttindi 1786, á sama tíma og Reykjavík. Byggðin á Akureyri jókst hægt í byrjun, og missir því Akureyri kaupstaðarréttindin 1836, en nær þeim aftur 1862. Fljótlega eftir það stofna bændur í Eyjafirði, Kaupfélag Eyfirðinga, KEA sem verður eitt öflugasta kaupfélag landsins, Akureyri verður miðstöð iðnaðar á landinu um miðja síðustu öld. Síðan hefur margt breyst, nú er Akureyri menntabær, með Háskóla, tvo menntaskóla, síðan er útvegur, en næst stærsta útgerðarfélag landsins Samherji er með höfuðstöðvar á Akureyri. Ferðaþjónusta er einnig öflug á Akureyri, en í bænum er annar af tveimur alþjóðaflugvöllum landsins. Icelandic Times / Land & Saga fór norður, og myndaði vetrarfegurðina fyrir norðan.
Akureyri 16/02/2024 – A7R IV, A7C, M6 : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm, FE 1.8/135mm GM, 2.8/21mm
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson