Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri EVRIS

,,Erum m.a. að hjálpa fyrirtækjum að leita í erlend verkefni”

,,Erum að hjálpa fyrirtækjum að leita í erlend verkefni”
–    segir Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri EVRIS

Fyrirtækið Evris Advice ehf. er stofnað í desember 2013 og er staðsett í Íslenska sjávarklasanum á Grandagarði við Reykjavíkurhöfn. Eigendur þess eru Anna Margrét Guðjónsdóttir, sem er framkvæmdastjóri, Hulda Herjolfsdóttir Skogland, Jón Steindór Valdimarsson og Jóna Sólveig Elínardóttir. Anna Margrét segir að Evris sé ráðgjafarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum við að fara í alþjóðleg verkefni og sækja um styrki auk sem Evris tekur sjálft þátt í alþjóðlegum verkefnum. Anna Margrét segir margt vera í pípunum í þeim efnum.
,,Við erum m.a. að hjálpa fyrirtækjum, sem eru staðsett í Íslenska sjávarklasanum og utan hans, og við erum ekki bara að leita að peningum heldur einnig að tengja fólk við verkefni í alþjóðlegu samstarfi. Nýlega skrifuðum við umsókn og náðum að landa markaðsstyrk fyrir fyrirtæki hér innanhúss á Grandanum. Svo flytjum við líka út þekkingu sérfræðinga á ýmsum sviðum með því að selja ráðgjöf sem greidd er af ýmsum sjóðum. Sem dæmi má nefna stórt ráðgjafarverkefni á sviði menningarmála til borgarinnar Slatina í Rúmeníu en við erum fimm konur, innan og utan Evris, sem munum annast þessa ráðgjöf fram á mitt næsta ár. Það er Þróunarsjóður EFTA sem greiðir fyrir þessa ráðgjöf,“ segir Anna Margrét.
,,Svo leiðum við eitt stórt Evrópuverkefni á sviði mannauðsmála svo fátt eitt sé nefnt. Í okkar huga veita alþjóðlegir sjóðir og áætlanir dýrmætt tækifæri til að flytja út íslenska þekkingu.”.“

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0