Höfum lifað góða daga og slæma

Höfum lifað góða daga og slæma -Verktakafyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson hf.

Verktakafyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson hf. er elsta byggingafyrirtæki landsins. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi.

Verktakafyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson hf. er eitt elsta sinnar tegundar á Íslandi. Byggingameistarinn Sveinbjörn Sigurðsson hóf rekstur í eigin nafni árið 1942. Í fyrstu sérhæfði hann sig að mestu í smíði hefðbundinna íbúðarhúsa, en í Reykjavík eftirstríðsáranna var oft erfitt um aðföng og aðstæður frumstæðar miðað við það sem þekkist í byggingariðnaðinum í dag.

SveinbjFramkvæmdastjórn fyrirtækisins. Frá vinstri: Bjarni Þór Einarsson fjármálastjóri, Sveinbjörn Sigurðsson jr. framkvæmdastjóri og Ármann Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri. Í baksýn málverk af storfnanda fyrirtækisins Sveinbirni Sigurðssyni byggingameistara.

Árið 1966 urðu ákveðin þáttaskil í rekstrinum þegar Sveinbjörn hóf byggingu Dvalarheimilis aldraðra við Hrafnistu. Þetta var stórt og mikið verk og leysa þurfti mörg byggingartæknileg vandamál. Á sama tíma byggði hann Austurbrún 6 sem var þá eitt af stærstu fjölbýlishúsum á landinu. Í kjölfarið urðu verkin stærri og umfangsmeiri og um 1970 hófst farsælt samstarf Sveinbjörns við Reykjavíkurborg. Á verkefnalista Sveinbjörns næstu þrjá áratugina voru meðal annars á þriðja tug leikskóla í Reykjavík, ýmsar grunnskólabyggingar, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Breiðholtssundlaug, íbúðablokkir í Álftamýri og Hvassaleiti, Tónabíó, Blindraheimilið– og að sjálfsögðu, Borgarleikhúsið.

stekkjabakki2Umferðarmannvirki og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar  og Stekkjabakka

Synir taka við
Upphaflega hóf Sveinbjörn Sigurðsson rekstur í eigin nafni, þá ungur maður og húsnæðisþörf í Reykjavík mikil eftir stríðsárin. Fyrirtækinu var breytt í einkahlutafélag árið 1990 og þá tóku þrír synir Sveinbjörns við rekstrinum en sjálfur dró hann sig í hlé sökum aldurs. Þegar synirnir tóku við fyrirtækinu árið 1990 fluttist reksturinn af heimili Sveinbjörns og eiginkonu hans Helgu. Á heimili þeirra hjóna hafði öll umsýsla rekstursins farið fram til þessa. Eldhúsið var oft á tíðum fundarherbergi þar sem verkfundir voru haldnir, tilboðin voru reiknuð á borðsstofuborðinu, og þegar Sveinbjörn vildi gera vel við starfsmenn voru veislur haldnar á heimilinu.

Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í 65 ár og er það elsta byggingafyrirtækið á landinu með farsælan feril að baki. Meðal verkefna fyrirtækisins frá árinu 1990 eru m.a. Fjölskyldugarðurinn í Laugardalnum, stór umferðarmannvirki í Reykjavík, verslunarhús, íbúðarhús, grunnskólar, leikskólar, íþróttahús og sundlaugar svo eitthvað sé nefnt.

Stjórn fyrirtækisins í dag mynda synirnir þrír, Sigurður, Árni og Sveinbjörn Sveinbjörnssynir. Framkvæmdastjórar eru Sveinbjörn Sigurðsson og Ármann Óskar Sigurðsson og fjármálastjóri er Bjarni Þór Einarsson en skrifstofustjóri er Guðrún Jakobsdóttir. Hjá fyrirtækinu starfar einnig góður hópur tæknimanna og reynslumikilla verkstjóra.

Í dag er fyrirtækið að velta tveimur og hálfum milljarði á ári með u.þ.b. 80 manns á launaskrá og mikið af föstum undirverktökum sem hafa unnið fyrir fyrirtækið um árabil.

2006 ithrottahus akranesAkraneshöllin, yfirbyggt knattspyrnuhús á Akranesi tekið í notkun árið 2006.

Útboð aðallífæðin
Bjarni, Sveinbjörn og Ármann segja að aðallífæð fyrirtækisins í öll þessi ár hafi verið útboðsverkefni fyrir Reykjavíkurborg, sem og Ríkið og önnur sveitarfélög. Í seinni tíð hafi þó bæst við aðrir verkkaupar þar sem Sveinbjörn Sigurðsson hf. hafi tekið að sér að reisa allar tegundur mannvirkja, allt frá einbýlishúsum upp í umferðarmannvirki.

“Við höfum byggt 25 af 81 leikskólum Reykjavíkurborgar, auk Vogaskóla sem við höfum reist tvisvar sinnum. Við erum búnir að fjarlægja bygginguna sem Sveinbjörn reisti árið 1975 og byggja nýtt hús sem hlaut Sjónlistaverðlaunin árið 2007. Sveinbjörn Sigurðsson hf. reisti einnig Víkurskóla í Grafarvogi sem var heljarmikið verkefni.”

Á árunum 1994-2004 reisti Sveinbjörn Sigurðsson hf. þó nokkuð af brúarmannvirkjum í Reykjavík, auk þess að halda áfram sinni hefðbundnu stefnu í byggingu leikskóla og grunnskóla. Upp úr því réðist fyrirtækið í einkaframkvæmdir og aukning varð á byggingu íbúðahúsnæði. Þessar einkaframkvæmdir hafa þó alltaf verið til hliðar við þau útboðsverk sem enn eru aðallífæð fyrirtækisins.

urdarhvarf 12Urðarhverf 12 í Kópavogi. Um 6000 m2 skrifstofu- og verslunarhúsnæði sem er í byggingu.

Fjölbreytt verkefni
Fyrirtækið hefur ekki eingöngu tekið að sér hefðbundin verkefni í byggingariðnaðinum heldur er verkefnalistinn mjög fjölbreyttur. Sveinbjörn Sigurðsson hf. hefur t.d. unnið töluvert fyrir Ísal og Norðurál sem hafa verið stórir viðskiptavinir. Þar hefur fyrirtækið tekið þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað hjá álverunum.

Enn eru ótalin öll þau umferðarmannvirki sem fyrirtækið hefur reist fyrir Vegagerðina, einkum brýr á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Fyrsta brúin var við Reynisvatn, næst kom tvöföldun yfir Elliðaárnar, þá tvöföldun yfir Reykjanesbraut, brúin milli Réttarholtsvegar og Markarinnar, þá brúin milli Grafarholts og Víkurvegar og síðan mislægu gatnamótin yfir Stekkjarbakka. Auk þessa hefur Sveinbjörn Sigurðsson hf. byggt ótal undirgöng og tekið þátt í virkjanaframkvæmdun sem undirverktaki. Það er ljóst að vinnusemin sem einkenndi stofnanda fyrirtækisins er ennþá aðalsmerki fyrirtækisins.

2001 VikurskoliadalVíkurskóli í Grafarvogi tekinn í notkun árið 2001

Heildarlausnir á stálgrindarhúsum
“Seinustu árin höfum við farið út í að bjóða fyrirtækjum upp á heildarlausnir í húsnæðisbyggingum, þar sem við bjóðum upp á alla flóruna, allt frá hönnun til notkunar,” segja þeir Sveinbjörn, Ármann og Bjarni. “Þetta eru yfirleitt stálgrindarhús sem við flytjum inn sjálfir og sjáum um að reisa og fullklára. Við höfum núorðið góð viðskiptasambönd við erlenda byrgja sem þjónusta okkur vel.”

“Við höfum bæði flutt inn svona hús fyrir verkkaupa og einnig fyrir okkur sjálfa sem við höfum svo komið í útleigu og svo selt. Sem dæmi um stálgrindarhús sem við höfum flutt inn fyrir verkkaupa má nefna Klettagarða 25 þar sem R. Sigmundsson er til húsa, sem og Ellingsen á Grandagarði. Stálgrindarhús sem við höfum flutt inn og fullklárað í eigin reikning eru m.a. verslunarmiðstöðvarnar Sunnumörk Hveragerði og Þjóðbraut Akranesi.”

2006 ellingsen 1dVerslunar- og skrifstofuhúsnæði Ellingssen við Fiskislóð, tekið í notkun árið 2006

Góð verkefnastaða
En ekki láta þeir deigan síga, þótt ferillinn sé glæsilegur. Um þessar mundir er fyrirtækið að byggja Knattspyrnuakademíu Íslands við Vallakór í Kópavogi, en þar verða íþróttahús, sundlaug og heilsurækt. Þetta verkefni erum við að byggja fyrir einkaaðila.

Annað áhugavert verkefni er kirkja fyrir Grafarholtssókn. “Hún er unnin í svokölluðu alútboði,” segja þeir Sveinbjörn, Ármann og Bjarni. “Við mynduðum teymi með arkitektastofu og verkfræðistofu ásamt öðrum hönnuðum og létum teikna og hanna fyrir okkur kirkju sem tók svo þátt í samkeppni sem við bárum sigur úr býtum. Þessa dagana gengur kirkjubyggingin vel og er í uppsteypu í þessum töluðu orðum.”

”Við erum einnig að byggja stúkubyggingu og vallarhús fyrir íþróttafélagið Gróttu á Seltjarnarnesi, erum að byrja á viðbyggingu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og höldum því áfram að vinna við þá byggingu sem Sveinbjörn eldri byggði alfarið.”

“Við erum að byggja fyrsta sérhannaða flugeldageymsluhúsið á Íslandi fyrir Landsbjörgu. Þar er um að ræða innflutt stálgrindarhús sem við flytjum inn sjálfir og reisum og skilum fullkláruðu fyrir Landsbjörgu.”

“Að Grandagarði 8 erum við að byggja eina hæð ofan á gömlu bæjarútgerðina þar sem nú er sjóminjasafnið til húsa.”

Af einkaframkvæmdum er það að frétta að fyrirtækið er að byggja verslunar-, þjónustu og íbúðahúsnæði að Þjóðbraut 1 á Akranesi. Þar er verslun og þjónusta á jarðhæð og 38 íbúðir á efri hæðum. “Við höfum náð samningi við Búmenn um kaup á íbúðunum og Landsbankann og Módel um kaup á verslunar- og þjónustuhúsnæði,” segja þeir félagarnir. “Einnig er nú unnið að jarðvinnu að 6.500 fm. verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Urðarhvarf 12 í Kópavogi. Auk þess á Sveinbjörn Sigurðsson hf. lóðir undir 48 íbúðir í miðbæ Hveragerðis.”

2007 R sigmundssonVerslunar- og skrifstofuhúsnæði R. Sigmundssonar að Klettagörðum 25, tekið í notkun árið 2007

Gott orðspor
“Í dag snýst allt um að hagnast sem mest á sem stystum tíma en það var ekki hugsunin hjá Sveinbirni á árum áður. Arðinn af rekstrinum lagði hann ekki allan til heimilisins heldur lét hann einnig gott af sér leiða. Hann var ávallt rausnarlegur við starfsmenn sína og hefur fyrirtækinu haldist vel á starfsmönnum. Hér starfa menn sem hafa unnið hjá fyrirtækinu í þrjátíu til fjörutíu ár. Sveinbjörn gaf einnig oft fé til góðgerðarmála”, segir Sveinbjörn.

“Ástæðan fyrir langlífi fyrirtækisins er kannski sú að það hefur aldrei verið þessi mikla þörf fyrir að verða allra ríkastur og allra stærstur,” segir Bjarni. “Það hefur alltaf skipt meginmáli að láta verkin tala, halda úti góðu fyrirtæki og hafa gott orðspor. Þannig var það hjá Sveinbirni gamla og þannig er það enn í dag. Það hafa margir komið inn á markaðinn á þessum tíma og horfið eftir stuttan stans án þess að bera mikið úr býtum. Aðrir hafa komið inn, orðið mjög stórir á örskömmum tíma og síðan horfið eða lifað áfram í bransanum.”

“Sveinbjörn vann mjög mikið,” segja þeir Sveinbjörn, Ármann og Bjarni. “Aðaláhugamálið hans var vinna sem gerði það að verkum að hann uppskar það sem hann sáði. Hann var í þessu alla tíð og þótt synirnir tækju við fyrirtækinu árið 1990, hélt hann áfram að vera viðriðinn starfsemina. Númer eitt, tvö og þrjú hjá honum var að skila af sér góðu verki. Mannvirkið skyldi standa gegnumheilt og gott og vera skilað á réttum tíma. Það var hans aðalsmerki. Hvort það skilaði honum einni, þremur eða tíu milljónum var algert aukaatriði, kom bara í ljós seinna. Þetta var hans ástríða og hann ól síðan syni sína upp í þessum anda.”

2006 leikskolinn efstalandiLeikskólinn Skógarborg við Efstaland í Fossvogi, tekinn í notkun árið 2006

Gagnkvæmt traust
“Fyrirtækið hefur alltaf staðið í skilum gagnvart öllum, alls staðar,” segir Sveinbjörn. “Það er ástæðan fyrir því trausti sem fyrirtækið hefur notið hjá opinberum aðilum. Við höfum lifað góða daga og slæma – höfum oft ekki hagnast eins og margir á góðæristímum en heldur ekki tapað miklu á slæmum tímum. Hjartalínuritið hefur verið stöðugt og fyrirtækið hefur aldrei skipt um nafn eða kennitölu, eina breytingin var þegar nafnnúmer voru lögð niður og kennitölur teknar upp.”

Þótt við höfum notið trausts, til dæmis hjá Reykjavíkurborg, má ekki gleyma því að þetta eru allt útboðsverkefni og á milli fyrirtækisins og Reykjavíkurborgar hefur í gegnum áratugina byggst upp gagnkvæmt traust. Ef t.d. borgarsjóður varð tómur hér fyrr á árum, þá lagði Sveinbjörn gamli ekki árar í bát, heldur hélt áfram að byggja það hús sem hann hafði tekið að sér. Hann lánaði bara borgarsjóði fyrir byggingunni. Sagan segir að eitt sinn hafi komið frá Sveinbirni reikningur til borgarinnar upp á eitt stykki leikskóla, sem hann hafði þá byggt fyrir Reykjavíkurborg í eigin reikning. Borgaryfirvöld treystu því að hann myndi halda áfram, þótt sjóðurinn væri tómur og hann treysti því að hann fengi greitt – og hann tók aldrei lán.”

Fyrir þá sem vilja kynna sér þetta áhugaverða fyrirtæki og sögu þess frekar, skal bent á heimasíðuna www.verktaki.is

Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í 65 ár og er það elsta byggingafyrirtækið á landinu með farsælan feril að baki.

“Ástæðan fyrir langlífi fyrirtækisins er kannski sú að það hefur aldrei verið þessi mikla þörf fyrir að verða allra ríkastur og allra stærstur,”
“Sveinbjörn vann mjög mikið,” segja þeir Sveinbjörn, Ármann og Bjarni. “Aðaláhugamálið hans var vinna sem gerði það að verkum að hann uppskar það sem hann sáði.

SS Verktaki
Smiðshöfði 7
110 Reykjavík
Sími: 414-2400
[email protected] www.verktaki.is

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0